bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Verkefni umboðsmanns

Grundvallarverkefni umboðsmanns borgarbúa eru eftirfarandi:
 
1.  Að veita borgarbúum sem ósáttir eru við málsmeðferð og ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar í málum þeirra leiðbeiningar, ráðgjöf og álit, svo sem með því að :
 

  • Leiðbeina um mögulegar kæruleiðir
  • Leiðbeina um möguleika og heimildir til endurupptöku
  • Veita útskýringar og túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar
  • Að bjóða sáttamiðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágreining milli Reykjavíkurborgar og borgarbúa megi sætta með slíkri aðkomu
  • Rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti háttsemi Reykjavíkurborgar eins og nánar er kveðið á um í samþykktum um umboðsmann borgarbúa.

2.  Að taka mál til athugunar að eigin frumkvæði
3.  Að taka á móti, rannsaka og koma á framfæri upplýsingum frá starfsmönnum, viðsemjendum Reykjavíkurborgar og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Reykjavíkurborgar.
 

Umboðsmaður b​orgarbúa getur tekið til meðferðar kvartanir borgarbúa sem lúta að eftirfarandi:
 
1.  Málsmeðferð Reykjavíkurborgar
2.  Framkvæmd lögbundinna og ólögbundinna verkefna
3.  Störfum og starfsaðferðum starfsmanna Reykjavíkurborgar og þeim viðsemjendum hennar sem falið hefur verið vald til að framkvæma lögbundin og ólögbundin verkefni Reykjavíkurborgar
4.  Mismunun
 

Umboðsmaður borgarbúa tekur ekki til meðferðar kvartanir borgarbúa sem lúta að eftirfarandi:
 
1.  Pólitískum ákvörðunum um þjónustustig
2.  Álitaefnum varðandi starfsmannastefnu eða aðstæður starfsmanna á vinnustað
3.  Álitaefnum sem bera má undir lögbundið æðra stjórnvald
4.  Álitaefnum sem eru þegar til umfjöllunar hjá lögbundnum úrræðum, svo sem hjá sjálfstæðum stjórnsýslunefndum, umboðsmanni Alþingis eða dómstólum.