bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Áður en þú sendir erindi

Til að vinnsla mála hjá Innri endurskoðun og samskipti þeirra við aðila málsins og borgarkerfið verði sem skilvirkust er mikilvægt að sá sem leitar til Innri endurskoðunar undirbúi erindi sitt. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

Innri endurskoðun, ráðgjafaþjónusta fjallar aðeins um mál sem varða Reykjavíkurborg

Starfssvið Innri endurskoðunar takmarkast við stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar. Bílastæðasjóður Reykjavíkur og Félagsbústaðir hf. eru hluti stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar í þessum skilningi og falla þannig undir starfssviðið.

Hér undir falla meðal annars:

 • Fagráð Reykjavíkurborgar, þ.e. velferðarráð, umhverfis- og skipulagsráð, skóla- og frístundaráð, íþrótta- og tómstundaráð, mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
 • Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þær einingar og starfstöðvar sem með einum eða öðrum hætti tengjast þeirri þjónustu sem velferðarsvið veitir, þ.e. þjónustumiðstöðvar borgarinnar, hvers konar húsnæðisúrræði og heimaþjónusta.
 • Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og sú starfsemi sem tilheyrir sviðinu, þ.e. leik- og grunnskólar, vinnuskólinn, frístunda- og félagsmiðstöðvar, stjórnsýsla í tengslum við dagforeldra, námsflokkar Reykjavíkur og tónlistarskólar.
 • Íþrótta- og tómstundasvið og sú starfsemi sem heyrir undir sviðið, þ.e. sundlaugar borgarinnar, rekstur skíða- og útivistarsvæða og Hitt Húsið.
 • Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og tengd starfsemi, þ. á m. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að því leyti sem eftirlitið nær til Reykjavíkurborgar sjálfrar.
 • Menningar- og ferðamálasvið og stofnanir sem tengjast starfsemi sviðsins, t.d. Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Höfuðborgarstofa.
 • Auk þessi heyrir starfsemi Ráðhússins undir starfssvið umboðsmanns, þ.e. fjármálaskrifstofa, mannréttindaskrifstofa, skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, skrifstofa borgarstjórnar, skrifstofa eigna og atvinnuþróunar og skrifstofa þjónustu og reksturs.

Hafi einkaaðila með samningi við Reykjavíkurborg verið falið verkefni sem kann að hafa áhrif á hagsmuni borgarbúa tekur starfssvið Innri endurskoðunar til starfsemi viðkomandi einkaaðila að því leyti. Hér er t.d. átt við fyrirtæki sem sinnir ákveðinni þjónustu fyrir hönd Reykjavíkurborgar sem borginni væri að öðrum kosti skylt að sinna. Dæmi um slíkan aðila er þjónustuaðili sem tekur að sér þjónustu við fatlaða eða eldri borgara, rekstur búsetukjarna eða sambýlis o.s.frv.

Auk þess nær starfssvið Innri endurskoðunar til einkaaðila sem hefur verið framselt vald til þess að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu einstaklinga eða lögaðila í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem um starfsemi er að ræða sem snertir stjórnsýslu eða þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar á einn eða annan hátt.

Starfsemi fyrirtækja sem Reykjavíkurborg hefur aðkomu að sem eigandi í samvinnu við önnur sveitarfélög, t.d. Orkuveitan, Strætó bs. og Sorpa bs., fellur utan starfssviðs Innri endurskoðunar.

valdmork.jpg

 

Hvaða álitaefni getur Innri endurskoðun fjallað um?

Innri endurskoðun tekur til meðferðar ábendingar og kvartanir borgarbúa og annarra þeirra sem eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg um það sem betur mætti fara í stjórnsýslu og þjónustu hennar. Innri endurskoðun leitast við að rétta hlut borgarbúans í þeim tilvikum þegar á rétt hans er hallað. Ef tilefni er til tekur Innri endurskoðun kvörtun til rannsóknar og lýkur viðkomandi máli með útgáfu álits og/eða tilmæla til Reykjavíkurborgar um það sem betur mætti fara. Innri endurskoðun getur auk þess tekið mál til rannsóknar að eigin frumkvæði.

Innri endurskoðun veitir einnig starfsfólki Reykjavíkurborgar og öðrum samstarfsaðilum borgarinnar farveg til þess að koma upplýsingum og ábendingum á framfæri um mistök eða réttarspjöll sem eiga sér stað í stjórnsýslu eða þjónustu Reykjavíkurborgar. Við þær aðstæður hvílir sérstök trúnaðarskylda á starfsfólki Innri endurskoðunar um þann sem kemur slíkum upplýsingum á framfæri.

Að öðrum kosti getur Innri endurskoðun veitt þeim sem til hans leita ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi samskipti þeirra við borgarkerfið og þá málsmeðferð sem Reykjavíkurborg er skylt að veita í máli hverju. Sú ráðgjöf getur eftir atvikum falist í leiðbeiningum um kæruleiðir og aðstoð við málskot eða möguleika og heimildir til endurupptöku ákvarðana Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðun getur auk þess boðið sáttamiðlun þar sem líkur eru á því að ágreining á milli borgarinnar og þess sem leitað hefur til Innri endurskoðun megi leysa með slíkri aðkomu.

Loks getur Innri endurskoðun, í þeim tilvikum þar sem ljóst er að óhóflegar tafir hafa orðið á málsmeðferð Reykjavíkurborgar, aðstoðað við koma því máli í réttan farveg og knúið á um afgreiðslu þess.

 

Þau mál sem Innri endurskoðun tekur til meðferðar:

gerum.jpg

 

Innri endurskoðun tekur til meðferðar þau mál sem embættinu berast og snúa að stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar með einhverjum hætti. Hér er um að ræða álitamál í tengslum við lögbundna málsmeðferð eininga innan borgarkerfisins, störf og starfsaðferðir á starfstöðvum borgarinnar, framkvæmd lögbundinna og ólögbundinna verkefna og mismunun sem kann að birtast við rækslu þeirra verkefna.

Það sem Innri endurskoðun tekur ekki til meðferðar:

 

gerumekki.jpg

Innri endurskoðun tekur ekki til frekari meðferðar kvartanir eða ábendingar sem snúa að pólítískri ákvörðunartöku um þjónustustig, starfsmannastefnu eða aðstæðum starfsmanna Reykjavíkurborgar á starfstöðvum þeirra og álitaefnum sem þegar eru til úrlausnar fyrir öðrum lögbundnum úrræðum, t.d. í kæruferli hjá æðra stjórnvaldi, hjá umboðsmanni Alþingis eða fyrir dómstólum.

 

Áður en þú leitar til Innri endurskoðun

Mikilvægt er að þeir sem leita til Innri endurskoðunar undirbúi erindi sín vel. Áður en erindi er sent er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 • Hver er undanfari kvörtunar/ábendingar ? Hvað gerðist og hvað hefði átt að gerast?
 • Við hvað ertu ósátt/ur?
 • Er eitthvað óljóst í málinu varðandi málsatvik?
 • Hefur þú tillögu að úrlausn málsins? Hvernig sérðu fyrir þér að málið leysist á farsælan hátt?
 • Kannaðu hvaða gögn þú hefur undir höndum og tilheyra málinu, þ. á m. öll bréf, greinargerðir, rafræn samskipti o.s.frv. Taktu gögnin með þér þegar þú kemur til Innri endurskoðun eða sendu þau rafrænt. Gott er að halda utan um allar dagsetningar og nöfn þeirra starfsmanna sem þú hefur átt samskipti við vegna málsins.