bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Áfangaskýrsla umboðsmanns borgarbúa

Áfangaskýrsla umboðsmanns borgarbúa var kynnt í borgarstjórn þann 16. september sl. Skýrslan nær yfir sl. 15 mánuði í starfi umboðsmanns borgarbúa, Inga B. Poulsen, en embættið er tilraunaverkefni ætlað að styrkja tengslin milli borgarbúa og borgarkerfis og stuðla auð auknu réttaröryggi íbúa í tengslum við stjórnsýsluframkvæmd og þjónustu Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er m.a. farið yfir aðdraganda og uppbyggingu embættisins, tölfræði kvartana og helstu viðfangsefna umboðsmanns eftir sviðum Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum að framlengja verkefnið um 18 mánuði til viðbótar.