bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Ársskýrsla umboðsmanns árið 2019 hefur verið birt

Umboðsmaður borgarbúa hefur birt skýrslu um liðið starfsár en í henni má finna helstu tölulegar stærðir í starfsemi embættisins. Líkt og fram kemur í skýrslunni hefur talsverð fjölgun orðið á skráðum málum í málaskrá embættisins á milli ára. Húsnæðismál eru í forgrunni en önnur mál sem umboðsmaður fékkst við þetta starfsárið snertu á fimmta tug ólíkra málaflokka í starfsemi Reykjavíkurborgar. Á árinu hefur umboðsmaður ennfremur unnið að almennum umbótaverkefnum, t.d. tengt vinnu við að kanna fýsileika þess að innleiða sáttamiðlun í starfsemi Reykjavíkurborgar, sinnt ráðgjöf og fræðslu innan borgarkerfisins, haldið fyrirlestra og erindi og lagt sig fram við að stuðla að umbótum í stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar.

Helstu tölur úr ársskýrslunni 2019:

  • 30% aukning á málafjölda milli ára.
  • Umboðsmaður aðstoðaði 475 einstaklinga á starfsárinu.
  • 233 erindi bárustu frá borgurum sem náðu til 47 ólíkra málaflokka og vörðuðu 572 ólík álitaefni.
  • 11 frumkvæðismál skráð til forskoðunar.
  • Flest mál snertu velferðarsvið en næstflest umhverfis- og skipulagssvið.
  • 198 málum var lokið á starfsárinu.
  • Flest mál vörðuðu framkvæmd þjónustu.

Skýrsluna má nálgast hér: https://umbodsmadurborgarbua.is/um-umbodsmann/arsskyrslur-og-annad-utgefid-efni