bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Börn án kennitölu og/eða lögheimils fá leikskólaþjónustu

Umboðsmanni borgarbúa hafa borist tilkynningar um aðgengi og aðgengishindranir að leikskólaþjónustu varðandi þann hóp barna sem ekki hefur fengið úthlutað kennitölu eða er skráð utangarðs í þjóðskrá, svo sem vegna þess að foreldrar þeirra bíða eftir dvalarleyfi eða hæli hér á landi. Í tilefni af þessu ritaði umboðsmaður skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar bréf vegna aðstæðna þessara barna þar sem m.a. er vísað til 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr 33/1944, laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr 19/2013 og óskráðrar jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Á fundi sínum þann 5. nóvember samþykkti skóla- og frístundaráð einróma að breyta reglum skóla- og frístundasviðs vegna leikskólaþjónustu þannig að þessum börnum væri kleift að njóta þjónustunnar.