bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Umboðsmaður borgarbúa hefur störf

  • Ráðhús

Þann 2. maí 2013 hóf umboðsmaður borgarbúa störf. Helstu verkefni umboðsmannsins eru eftirfarandi:
 
1.  Að veita borgarbúum sem ósáttir eru við málsmeðferð og ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar í málum þeirra leiðbeiningar, ráðgjöf og álit, svo sem með því að :
 

  • Leiðbeina um mögulegar kæruleiðir
  • Leiðbeina um möguleika og heimildir til endurupptöku
  • Veita útskýringar og aðstoð við túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar
  • Að bjóða sáttamiðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágreining milli Reykjavíkurborgar og borgarbúa megi sætta með slíkri aðkomu
  • Rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti háttsemi Reykjavíkurborgar eins og nánar er kveðið á um í samþykktum um umboðsmann borgarbúa.

2.  Að taka mál til athugunar að eigin frumkvæði
 
3.  Að taka á móti, rannsaka og koma á framfæri upplýsingum frá starfsmönnum, viðsemjendum Reykjavíkurborgar og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Reykjavíkurborgar.
 
Bóka má tíma hjá umboðsmanni borgarbúa í gegnum símanúmerið 411-1111 eða netfangið umbodsmadur@reykjavik.is