bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Vegna fréttar RÚV þann 11. október um skýrslu umboðsmanns borgarbúa

  • Tjörnin

Í kvöldfréttum RÚV sem fluttar voru í útvarpi sunnudaginn 11. október sl. kl. 18:00, var lesin frétt um nýútkomna skýrslu umboðsmanns borgarbúa sem sögð var að hefði komið út „á dögunum“. Var þar fréttastofa að vísa til áfangaskýrslu embættisins sem kom út fyrir rúmu ári, eða þann 16. september 2014.

Af því tilefni þykir ástæða til að koma því á framfæri að embætti umboðsmanns borgarbúa hefur ekki gefið út skýrslu svo nýlega geti talist. Um þessar mundir stendur þó yfir vinna að útgáfu næstu skýrslu sem áætlað er að komi út á fyrri hluta næsta árs.