bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Gildi og markmið

Gildi umboðsmanns borgarbúa eru ákveðin leiðarljós sem starfsmenn embættisins hafa í forgrunni í störfum sínum. Gildi embættisins eru leiðbeinandi fyrir starfsfólk í allri þeirra ákvarðanatöku og í öllum vinnuferlum sem farið er eftir. Við hjá umboðsmanni borgarbúa notum gildin til að vinna með hvort öðru í átt að settu markmiði.

 

gildi.jpg

 

Við erum:

 

Skilvirk – Við viljum vera aðgengileg og sýnileg og það á að vera auðvelt að nálgast embættið. Við viljum stunda góða upplýsingamiðlun og vera sýnileg í umræðu. Við viljum veita ráðgjöf og fræðslu sem er hnitmiðuð og virðisaukandi. Við viljum hefja umræðu, taka þátt í umræðu og fylgjast með samfélaginu. Við ætlum alltaf að vera feti framar í þjónustu og við erum fljót að taka ákvarðanir og látum hlutina gerast. Við nýtum reynslu þeirra sem til okkar leita sem tækifæri til að hjálpa borginni til að gera betur. Við fylgjum málum okkar eftir og tryggjum að Reykjavíkurborg læri af mistökum sínum.

 

Leiðandi – Við stuðlum að virku eftirliti, umbótum, framþróun og skilvirkum samskiptum. Við notum aðferðafræði sáttamiðlunar og samvinnu og leitumst við að styrkja samtalið á milli Reykjavíkurborgar og þeirra sem til okkar leita. Við hugsum út fyrir kassann og erum lausnamiðuð og vekjum athygli á breiðum grundvelli á því sem betur má fara. Við leitum leiða til að fyrirbyggja mistök og sinnum forvörnum. Við sýnum frumkvæði og gott fordæmi fyrir stjórnsýsluna.

 

Hlutlaus, sjálfstæð og óháð – Grundvöllur embættisins byggir á sanngirni og trúverðugleika. Við hlustum á öll sjónarmið og tökum ekki afstöðu fyrr en að vel athuguðu máli. Við sýnum kjark og þor í störfum okkar. Við notum þekkingu okkar á borgarkerfinu og löggjöfinni til þess að ná fram niðurstöðu sem er sanngjörn, viðunandi og virðisaukandi í augum beggja málsaðila. Starf okkar einkennist af gagnsæi þegar mál eru rannsökuð og tillögur að úrbótum eru settar fram. Við sýnum ábyrgð gagnvart þeim hagsmunum sem okkur eru fólgnir.

Við sköpum traust með vönduðum og persónulegum vinnubrögðum. Við ástundum virka hlustum og leggjum okkur fram við að mæta þeim sem til okkar leita með opnum huga og á þeirra forsendum.