bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Starfsmenn

 

Ingi B. Poulsen – Umboðsmaður borgarbúa

Ingi lauk meistaraprófi í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands árið 2007. Hann hlaut réttindi til flutnings mála fyrir héraðsdómstólum árið 2008. Ingi starfaði sem lögmaður hjá borgarlögmanni eftir útskrift og rak síðar eigin lögmannsstofu. Ingi tók við starfi umboðsmanns borgarbúa 1. mars 2013.

 

Guðmundur Már Einarsson - Lögfræðingur

Guðmundur útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2018. Guðmundur starfaði áður á félagsmiðstöðvum í Reykjavíkurborg en hefur starfað fyrir embætti umboðsmanns frá því í febrúar 2015, bæði með námi og í fullu starfi.

 

Íris Arnlaugsdóttir - Skrifstofustjóri

Íris er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplómagráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og Ms.c í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2011, þ. á m. sem verkefnastjóri á velferðasviði og þjónustustjóri hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Íris hóf störf sem skrifstofustjóri hjá umboðsmanni borgarbúa 1. nóvember 2017.