bakgrunnur toppur
bakgrunnur botn

Þú ert hér

Hvað er endurupptaka?

Samkvæmt stjórnsýslulögum á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun í því hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. Telji aðili að framangreindar aðstæður eigi við um mál sitt getur hann því óskað eftir endurupptöku þess og skal slíkum beiðnum beint til borgarráðs. Sjá nánar um endurupptöku mála í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, m.a. um tímafresti.