

Þú ert hér
Hvað er stjórnvaldsákvörðun?
Í bókinni Stjórnsýslulög – skýringarrit eftir Dr. Pál Hreinsson er hugtakið „stjórnvaldsákvörðun“ skilgreind með þeim hætti að um slíka ákvörðun sé að ræða þegar stjórnvald kveður einhliða á um rétt og/eða skyldu tiltekins aðila í ákveðnu máli í skjóli stjórnsýsluvalds.
Þegar Reykjavíkurborg tekur ákvörðun í málum sem varða borgarana er í lagalegu tilliti því talað um að tekin hafi verið „stjórnvaldsákvörðun“. Fjölmörg mál koma til kasta Reykjavíkurborgar og niðurstaða fæst í þessi mál með því að tiltekið stjórnvald innan borgarkerfisins tekur ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla Reykjavíkurborgar sem kalla má stjórnvaldsákvörðun er veiting eða synjun leyfa, ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um beitingu sekta og agaviðurlaga, ákvörðun barnaverndarnefndar Reykjavíkur um að grípa inn í aðstæður fjölskyldna, svo sem með því að vista börn utan heimilis og ákvörðun um að víkja barni úr skóla.