Innri endurskoðandi lætur af störfum

Innri endurskoðandi lætur af störfum

14. mars 2025

Hallur Símonarson hefur látið af störfum sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar. 

Hallur hóf störf hjá Reykjavíkurborg árið 2001 og hefur gegnt starfi innri endurskoðanda frá árinu 2006. Undanfarna mánuði hefur hann verið í námsleyfi en hefur nú samið um starfslok frá og með 1. mars sl.

Ingunn Ólafsdóttir hefur verið starfandi innri endurskoðandi á meðan Hallur hefur verið frá og mun sinna því áfram um sinn en staða innri endurskoðanda verður auglýst innan skamms.