Hlutverk
Hlutverk Innri endurskoðunar og ráðgjafar er að fara með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Í því felst að með störfum sínum leggur Innri endurskoðun og ráðgjöf mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá stofnunum og félögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðun og ráðgjöf þjónar skipulagsheildinni með því að aðstoða hana við að ná markmiðum sínum og bæta rekstur, áhættustjórnun, innra eftirlit og eftirlitsumhverfi.
Ingunn Ólafsdóttir er starfandi innri endurskoðandi og stýrir Innri endurskoðun og ráðgjöf.
Viðfangsefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar eru margþætt
Verkefni á sviði innri endurskoðunar má flokka í staðfestingarvinnu annars vegar og ráðgjafarþjónustu hins vegar. Viðfangsefnin ná m.a. til fjárhagsendurskoðunar , stjórnsýsluendurskoðunar og endurskoðunar upplýsingakerfa. Innri endurskoðun veitir stjórnendum faglega ráðgjöf og annast innri endurskoðun sem er hluti af innra stjórnendaeftirliti Reykjavíkurborgar.
Innri endurskoðun og ráðgjöf tekur á móti gögnum og upplýsingum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi, bæði frá nafnlausum tilkynnendum og uppljóstrurum, og annast mál í samræmi við lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020.
Starfssvið Innri endurskoðunar og ráðgjafar nær til A hluta Reykjavíkurborgar, eins og hann er afmarkaður í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Að því marki sem A hluti ber ábyrgð á B hluta nær starfssviðið einnig til allrar samstæðu borgarinnar. Þá getur Innri endurskoðun og ráðgjöf samið um einstök verkefni við stofnanir, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem tilheyra B hlutanum og í sérstökum tilfellum einnig við félög sem Reykjavíkurborg á minnihluta í.
Eftirtalin B hluta félög þiggja innri endurskoðunarþjónustu af Innri endurskoðun og ráðgjöf:
Dótturfélög OR
IER sinnir einnig innri endurskoðunarþjónustu hjá dótturfélögum OR.